Velkomin í Fischersetur

Í huga okkar skákmanna er Robert James (Bobby) Fischer þekktasti skákmaður skáksögunnar.

Sumarið 1972 vann hann Heimsmeistaratitilinn í einvígi sem kallað var ”einvígi allra tíma” gegn Boris Spassky í Reykjavík.

Allt frá árinu 1948 höfðu stórmeistarar Sovjétríkjanna þeir Botvinnik, Smyslov, Tal, Petrosian og Spassky haldið heimsmeistaratitlinum.

Fischesetrið á Selfossi er fyrsta skáksafn Norðurlanda. Það eru einungis fyrrverandi heimsmeistarar skákarinnar Emanuel Lasker (Þýskalandi) og Max Euwe (Hollandi) sem hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi.

Gröf Fischers í Laugardælum er einungis nokkur hundruð metrum frá Selfossi.

Þegar Bobby var kominn í pattstöðu í Japan árið 2005 voru það hinir íslensku vinir hans sem hjálpuð honum. Bobby Fischer mun hvíla í friði um alla framtíð í Laugardælum og elskendur Caissa munu um ókomin ár minnast hins stóra meistara okkar konunglega leiks.

Styrktaraðilar

  • Hótel Selfoss
  • Gesthús
  • kfc.is

Staðsetning